þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Firmakeppni Fáks

23. apríl 2014 kl. 09:43

Firmakeppni Fáks

Keppt verður á brekkuvellinum

Að vanda verður haldin firmakeppni hjá Fáki fimmtudaginn 24.apríl (sumardaginn fyrsta) hefjast leikar kl 14:00 og skráning verður í reiðhöllinni milli 11 og 12. Pollar og Börn keppa á hring en aðrir flokkar á beinni braut. Sýnt er hægt tölt og svo farin frjáls ferð til baka (frjáls hraði og gangtegund). Keppt verður á brekkuvellinum og á beinu brautinni hjá brekkuvellinum. Engin skráningagjöld.

Flokkaskipting og rásröð:
Pollar (teymdir og ríðandi)
Börn
Unglingar
Ungmenni
Konur II
Karlar II
Konur I
Karlar I