sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Firmakeppni Dreyra

3. maí 2013 kl. 15:11

Firmakeppni Dreyra

„Hestamannafélagið Dreyri hélt sína árlegu Firmakeppni, 1. maí síðastliðinn. Félagið var stofnað 1. maí 1947 og varð því 66 ára þennan dag og hefur keppnin verið haldin á afmæli félagsins flest árin frá stofnun.  Það er hefð fyrir því að fá aðila utan hestamennskunnar til að dæma við þetta tækifæri . Að þessu sinni voru það félagar í Björgunarfélagi Akranesi sem tóku að sér dómgæsluna og stóðu sig með stakri prýði. Félagið kann þeim bestu þakkir fyrir. Eins og undanfarin ár studdu fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki við keppnina og kann félagið þeim bestu þakkir fyrir.

Í ár var keppt í fimm flokkum, pollaflokk, barnaflokk, unglingaflokk, kvennaflokk og karlaflokk. Pollaflokkurinn, sem eru yngstu knaparnir, nýtur þeirrar sérstöðu að teymt er undir knöpunum og er þeim ekki raðað í sæti, en allir fá þátttökupening. Þar kepptu fimm efnilegir framtíðarknapar félagsins, þau Líf Kristinsdóttir, Arnar Freyr Brynjarsson, Hrefna Rún Sigurðardóttir, Kristín Ólína Guðbjartsdóttir og Matthildur Svana Stefánsdóttir. Úrslit urðu sem hér segir:

Barnaflokkur:

1. sæti Unndís Ída Ingvarsdóttir og Prestur frá Miklabæ kepptu fyrir GT-tækin

2. sæti Birkir Atli Brynjarsson og Vorboði frá  Akranesi kepptu fyrir Ástu og Danna Skipanesi

Unglingaflokkur:

1. sæti Sara Katrín Benediksdóttir og Nikulás frá Blesastöðum kepptu fyrir Beitistaðabúið

2. sæti Logi Örn Axel Ingvarsson og Blær frá  Sólvöllum kepptu fyrir Norðurál

3. sæti Telma Björk Jónsdóttir og Hringur frá  Akranesi kepptu fyrir Ferðaþjónustuna Þórisstöðum

Kvennaflokkur:

1. sæti Stina Laacts og Austri frá Syðra-Skörðugili kepptu fyrir Jón Eggertsson Eyri

2. sæti Sigurveig Stefánsdóttir og Lykill frá  Skipaskaga kepptu fyrir  Húsasmiðjuna

3. sæti Ragnheiður Helgadóttir og Rómur frá  Skipaskaga kepptu fyrir Bílver ehf

Karlaflokkur

1. sæti Ingibergur Jónsson og Ægir frá Efri-Hrepp kepptu fyrir Hafsteinn Daníelsson ehf

2. sæti Marteinn Njálsson og Ólympía frá  Vestri-Leirárgörðum kepptu fyrir Ferðaþjónustuna Laxárbökkum

3. sæti Smári Njálsson og Míra frá Akranesi kepptu fyrir Jón Valgeir Viggósson,“ segir í tilkynningu frá Dreyra