fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Juha og Röðull glæsilegir

22. febrúar 2014 kl. 11:50

Þreyttir og sáttir að loknum B-úrslitum.

Tryggðu sér sæti í töltúrslitum.

Finninn Juha Kontio kom sá og sigraði B-úrslit í tölti á Röðul frá Holtsmúla. Röðull kemur úr ræktun Sigurðar Sæmundssonar og er undan Orra frá Þúfu og Rausn frá Kirkjubæ.

Oliver Egli leiddi keppnina framan af en glæsileg sýning Juhas og Röðuls á yfirferðartölti tryggði þeim lykil að A-úrslitum. Töltúrslitin er lokadagskráliður mótsins og hefst kl. 19.30 á íslenskum tíma. Dagskrá mótsins má nálgast hér.

 Juha Kontio - Röðull frá Holtsmúla  7,22
Oliver Egli - Dengsi frá Selfossi 7,05
Frauke Schenzel - Kolgrímur vom Neddernhof 6,94
Dorthe Klitgaard Christensen - Lýsa frá Ásmundarstöðum 6,78
Steffi Svendsen - Háfeti frá Agreneset 6,55