föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmtán söluhross sýnd

17. apríl 2015 kl. 17:00

Verðandi frá Síðu og Guðmann Unnsteinsson.

Listi yfir hrossin sem sýnd verða á sölusýningu á Flúðum á laugardag.

Laugardagskvöldið 18. apríl verður haldin sölusýning á hrossum í Reiðhöllinni á Flúðum kl. 19:30. Margt forvitnilegra og góðra hesta verða sýndir og kostir þeirra útlistaðir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar:

 Þessir hestar verða sýndir á laugardagskvöldið:

1 - IS2008188262
Draupnir frá Langholtskoti - Brúnn  
F Grettir frá Grafakoti
M Drottning frá Langholtskoti
Draupnir er gríðarlega efnilegur fimmgangari með gott tölt, hátt og gott stökk, skrefmikið fet og fljúgandi vakur.
Verðflokkur D
Upplýsingar
Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 langholtskot@hotmail.com

2 - IS2006288175
Muska frá Hrepphólum- Grá
F Tvistur frá Hrepphólum
M Hlöðu-Grána frá Hrepphólum
Muska er frábært reiðhross sem allir geta riðið, hún er með gott tölt, viljug og þæg, gæti hentað í minni keppnir.
Verðflokkur B.
Upplýsingar
Björgvin– 849-5037 – bjorgvino96@gmail.com

3 - IS2007186296
Sólfaxi frá Kaldbak - Rauðblesóttur
F Gulltoppur frá Þjóðólfshaga I
M Himnasending frá Kaldbak
Sólfaxi er þægur alhliða hestur. Mjög góður reiðhestur með 1. verðlaun í kynbótadómi. Seint geltur.
Verðflokkur B.
Upplýsingar Þorsteinn Gunnar sími 848 7767
steinisydra@gmail.com

4 - IS2005287881
Dimma frá Kílhrauni - Brún 
F Fróði frá Fróni
M Lýsa frá Litlu Sandvík
Dimma er einstaklega ljúf og geðgóð hryssa. Hún er framsækin og ákveðin. Dimma er mjúk á gangi, með ágætt brokk og gott tölt. Gangskiptingar eru góðar. Hún er vökur en skeiðið hefur lítið verið þjálfað. Dimma er góður kostur sem alhliða reiðhestur og hentar jafnvel sem keppnishestur fyrir unglinga eða ungmenni. Þjálfari Dimmu, Guðmann Unnsteinsson, getur gefið nánari upplýsingar um kosti hryssunnar. Finna má myndband af Dimmu á vef Kílhrauns, kilhraun.is.
Foreldrar Fróða er Orri frá Þúfu í Landeyjum og Freydís frá Reykjavík. Foreldrar Lýsu eru Kyndill frá Litlu Sandvík og Lýsa frá Stóra Hofi.
Verðflokkur B.
Upplýsingar
Bjarni H. Ásbjörnsson - 898 6463 bjarni@kilhraun.is
Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 langholtskot@hotmail.com

5 - IS2007288170
Snilld frá Hrepphólum – Bleik tvístjörnótt
F Tvistur frá Hrepphólum
M Sóley frá Hrepphólum
Snilld er þæg töltgeng og falleg meri sem allir geta riðið, flottur fótaburður.
Verðflokkur A.
Upplýsingar
Björgvin - 849 5037 bjorgvino96@gmail.com

6 - IS2005288171
Birta frá Hrepphólum - Rauðblesótt
F Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M Glenna frá Hrepphólum
Birta er frábært reiðhross viljug og harðdugleg, rúm á gangi og flugvökur og flottur fótaburður, gæti hentað í minni keppnir.
Verðflokkur A.
Upplýsingar
Björgvin - 849 5037 bjorgvino96@gmail.com

7 - IS200818788
Tindur frá Kílhrauni - Rauður
F Straumur frá Sauðárkróki
M Harpa frá Kílhrauni
Tindur er spennandi alhliða hestur. Hann er með góða lund en þó ákveðinn og framsækinn. Tindur verður frábær reiðhestur og getur auðveldlega orðið vænlegur keppnishestur. Tindur er undan 1. v. hestinum Straumi frá Sauðárkróki sem hefur fengið 8,37 í kynbótadómi, þar af 8,6 fyrir hæfileika. Tindur hefur verið í þjálfun hjá Guðmanni Unnsteinssyni.
Verðflokkur C.
Upplýsingar
Bjarni H. Ásbjörnsson - 898 6463 bjarni@kilhraun.is
Guðmann Unnsteinsson - 899 0772 langholtskot@hotmail.com

8 - IS2008288177
Snjöll frá Hrepphólum
F Tvistur frá Hrepphólum
M Andvaka frá Hrepphólum
Efnileg fjórgangshryssa sem á heilmikið inni með meiri þjálfun, Geðgóð hryssa með góðan vilja sem hentar flestum, Gæti hentað í keppni, þægileg og spök í umgengni.
Foreldrar Andvöku er 1. verðlauna hesturinn Vinur frá Kotlaugum (8,03) og Erla frá Sandgerði. Tvistur er undan 1. verðlaunahestinum Hrynjanda frá Hrepphólum (8,23) og Donnu frá Hrepphólum (7,92).
Verðflokkur B.
Upplýsingar
Björgvin - 849 5037 bjorgvino96@gmail.com

9 - IS2006287877
Garún frá Blesastöðum 2A - Bleik
Faðir: Aron frá Strandarhöfði
Móðir: Glíma frá Kjarnholtum
Þæg alhliða meri. Sem hægt væri að nota í fimmgang eða skeiðgreinar. Góðar gangtegundir með góðum gangskilum.
Verðflokkur C.
Upplýsingar: Bjarni Birgisson
Sími 8993532 - bjarni@fludaskoli.is

10 - IS2007155268
Glotti frá Síðu - Bleikblesóttur, leistóttur
F Vökull frá Síðu
M Arndís frá Síðu
Glotti er spennandi alhliða hestur. Hann er með góða lund. Glotti er frábær reiðhestur og getur auðveldlega orðið vænlegur keppnishestur.
Verðflokkur C.
Upplýsingar: Guðmann Unnsteinsson
s. 899 0772 - langholtskot@hotmail.com

11 - IS2008155269
Hörður frá Síðu - Brúnn 
F Vökull frá Síðu
M Fríðu-Brúnka frá Síðu
Mjög góður 4gangs hestur, keppnisefni sem gæti náð langt. Þægur og einfaldur, en viljugur.
Verðflokkur C.
Upplýsingar
Guðmann Unnsteinsson sími 899 0772 langholtskot@hotmail.com

12 - IS2008288397
Gugga frá Syðra Langholti - Rauð
F Mídas frá Kaldbak
M Glóð frá Miðfelli 5
Kraftmikil og viljug alhliða hryssa með góðan fótaburð. Efnis keppnis- eða ræktunarhryssa.
Verðflokkur C.
Upplýsingar
Þorsteinn Gunnar – 848 7767 steinisydra@gmail.com

13 - IS2001188564
Óður frá Kjarnholtum - Rauður
F Gunnfaxi frá Kjarnholtum
M Fiðla frá Kjarnholtum
Eðal hreingengur rúmur töltari, viljugur, næmur, jákvæður, taumléttur úrvals reið/keppnishestur. Fjölhæfur hestur með allar gangtegundir góðar einfaldur og þægilegur.
Verðflokkur C.
Upplýsingar
Björgvin - 849 5037 bjorgvino96@gmail.com

14 - IS2007155265
Verðandi frá Síðu - Rauður, stjörnóttur 
F Orri frá Þúfu í Landeyjum
M Valdís frá Kýrholti
Topp keppnis hestur. Fjölhæfur hestur með allar gangtegundir góðar. Mikill fótaburður og fas.
Verðflokkur D
Upplýsingar
Guðmann Unnsteinsson
s. 899 0772 - langholtskot@hotmail.com

15 - IS2007165416
Leikur frá Glæsibæ - Móálóttur
F Sámur frá Litlu Brekku
M Þraut frá Glæsibæ
Mikið efni í góðan fjórgangara og keppnishest.
Verðflokkur F
Upplýsingar 
Þorsteinn Gunnar - 848 7767
steinisydra@gmail.com