fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmgangurinn næsta keppnisgrein

20. febrúar 2014 kl. 11:10

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Valdís Björk Guðmundsdóttir, Arnór Dan Kristinsson, Dagmar Öder Einarsdóttir, Birgitta Bjarnadóttir og Kári Steinsson

Púlsin tekinn á yngri kynslóðinni.

Í dag er fimmgangurinn í Meistaradeildinni og eru margir eflaust spenntir að sjá hverjir munu enda í verðlaunasætum. Mikið af nýjum hestum er skráðir til leiks og margir telja keppnina vera galopna. 

Eiðfaxi ákvað að ræða aftur við spekingana okkar og spurja þá út í hver þeir töldu vera sigurstranglegastir. 

 

Kári Steinsson:  Mér líst vel á hestakostinn. Mikið af nýjum hestum en ég held að John vinur minn taki þetta á Konsert frá Korpu.

Dagmar Öder Einarsdóttir: Ég hef mikla trú á Héðni Skúla, Konsert frá Korpu hjá Jonna og svo held ég að Reynir komi með flotta sýningu á Greifa frá Holtsmúla. Nú er ég rosalega spennt að sjá þessa ungu hesta sem eru alveg óskrifað blað á keppnisbrautinni. Hlakka til að sjá m.a. Álffinn, Strokk og Eldeyju hjá Þórdísi. Þetta verður spennandi og getur allt gerst þar sem þetta eru lifandi skepnur. Það er mikil spenna í reiðhöllinni þar sem það verða margir áhorfendur. 

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir: Ég held að Sólbjartur verði sterkur eins og síðasta ár ásamt Konserti og Héðni Skúla sem var frábær í gæðingafiminni. Ég kemst ekki á keppnin á morgun en það verður spennandi að sjá hver vinnur, margir sterkir hestar skráðir til leiks. 

Arnór Dan Kristinsson: Held að John Kristinn taki þetta en held líka að Sylvía og Ísólfur séu mjög sterk. Það verður spennandi að sjá alla þessa nýju hesta sem eru að mæta. 

Valdís Björk Guðmundsdóttir: Mér finnst Héðinn Skúli og Konsert vera líklegastir til að vinna þetta en annars er ég mjög spennt að sjá Álffinn og Sólbjart. Reyndar er mikið að spennandi hestum að fara mæta. 

Birgitta Bjarnadóttir: Héðinn Skúli á eftir að gera það gott ásamt Greifa frá Holtsmúla og Sólbjarti frá Flekkudal. Einnig tel ég að Gummi og Flaumur verði sterkir ef allt gengur eftir og Þorvaldur með Kolgrímu. Ég veit líka hvað hann Heimur frá Votmúla getur og ef hann er í góðu formi gæti hann gert það vel, annars eru margir sterkir hestar á listanum og mjög margir sem maður hefur ekki séð á keppnisvellinum áður svo þetta verður spennandi keppni og örugglega nýjir hestar í toppbaráttunni.