miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmgangur næst

24. mars 2014 kl. 22:37

Þórarinn Ragnarsson og Þytur frá Efsta-Dal

Uppsveitadeild Hótel Geysis

Uppsveitadeild Hótel Geysis heldur áfram í Reiðhöllinni á Flúðum föstudaginn 28.mars.

Það eru sjö lið sem leiða saman hesta sína og verður keppt í fimmgangi föstudaginn næstkomandi. 

Hörð keppni var í fjórgangi fyrir um mánuði síðan en þá sigraði Þórarinn Ragnarsson á Þyt frá Efsta Dal II með einkunnina 7.03 en hann keppir fyrir lið Baldvins og Þorvalds. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir fyrir lið Top Reiter átti örugga sýningu á Blossa frá Vorsabæ II og fékk 6.83.  Sólon Morthens fyrir lið Toyota Selfossi á Krumma frá Dalsholti gaf ekki frá sér þriðja sætið með 6.60.  Halldór Þorbjörnsson fyrir Bros liðið á Tón frá Austurkoti fékk 6.40 og Guðmann Unnsteinsson fyrir liði Kílhrauns á fallegri grárri hryssu Dís frá Hólakoti fékk 6.37.

Staða liða eftir fjórganginn er að Baldvin og Þorvaldur er með 13 stig en Brosliðið hefur 11 stig.  Top Reiter er með 9 stig og Toyota Selfossi 8 stig.  Lið North Rock er með 7 stig, Kílhraun með 6 stig og lið Bjarna Birgis með 1 stig.

Sterkur árgangur ungmenna í Uppsveitunum er meðal keppenda og  etja þau kappi við öfluga og þekkta atvinnumenn úr Uppsveitunum.   Það verður spennandi að fylgjast með fimmganginum þar sem keppendur þurfa að skeiðleggja í gegnum höllina og allt eins er líklegt að staða efstu keppenda og liða breytist.

Fimmgangurinn hefst klukkan 20.00 föstudaginn 28.mars í Reiðhöllinni á Flúðum.