sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmgangur í KS-deildinni á miðvikudag

5. mars 2012 kl. 09:44

Hnokki frá Þúfum, knapi Mette Mannseth. Myndin er tekin á LM2008.

Mette skráð á Hnokka frá Þúfum

Keppt verður í fimmgangi í KS deildinni á  miðvikudaginn 7.mars. Keppnin hefst kl. 20 í Svaðastaðahöllinni.  Aðgangseyri krónur 1500. Flestir knapar eru á hrossum sem eru ennþá að stíga sín fyrstu spor. Nokkrir kunnir gæðingar eru þó á ráslistanum og má þar nefna Hnokka frá Þúfum, sem Mette Mannseth keppti á í A úrslitum í A flokki gæðinga á LM2011, og Sýn frá Grafarkoti, en það er Fanney Dögg Indriðadóttir sem keppir á henni. Magnús B Magnússon er skráður með Vafa frá Ysta-Mó.


Ráslisti:
1.     Erlingur Ingvarsson  Hátíð frá Syðra Fjalli
2.     Hörður Óli Sæmundarson Hreinn frá Vatnsleysu
3.     Sölvi Sigurðarson  Kristall frá Hvítanesi
4.     Fanney Dögg Indriðad Sýn frá Grafarkoti
5.     Elvar Einarsson  Starkaður frá Stóru Gröf Ytri
6.     Viðar Bragason  Sísí frá Björgum
7.     Magnús B Magnússon Vafi frá Ysta Mó
8.     Ólafur Magnússon  Ódeseifur frá Möðrufelli
9.     Elvar Logi Friðriksson Ræll frá Gauksmýri
10.     Tryggvi Björnsson  Rammur frá Höfðabrekku
11.     Ísólfur L Þórisson  Kvaran frá Lækjamóti
12.     Þorsteinn Björnsson  Kylja frá Hólum
13.     Þórarinn Eymundsson  Seiður frá Hörgslandi
14.     Mette Mannseth  Hnokki frá Þúfum
15.     Þorbjörn H Matthíasson Dýa frá Litla Dal
16.     Sveinn B Friðriksson  Glaumur frá Varmalæk
17.     Baldvin Ari Guðlaugsson Jökull frá Efri Rauðalæk
18.     Bjarni Jónasson  Djásn frá Hnjúki
 
Eftir fyrsta mót (fjórgang) er staða níu efstu knapa þessi:

1 Ísólfur Líndal    10
2 Ólafur Magnússon    8
3 Sölvi Sigurðarson    7
4 Bjarni Jónasson    6
5 Baldvin Ari Guðlaugsson   5
6 Fanney D Indriðadóttir 4
7 Þórarinn Eymundsson   3
8 Mette Mannseth    2
9 Viðar Bragason  1
 
Stjórn MN