laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmgangur á fimmtudaginn

25. febrúar 2014 kl. 14:34

KEA mótaröðin

KEA mótaröðin

Keppt verður í fimmgangi í KEA mótaröðinni þann 27.febrúar. Í öllum flokkum verða 2 knapar inná vellinum í einu. Hestarnir sýna fimm gangtegundir eftir fyrirmælum þular. Knapar hefja keppni upp á þá hönd sem þeir eru skráðir í ráslista.

1.Hægt til millferðar tölt
2.Hægt til milliferðar brokk
3.Meðalfet
4.Hægt til milliferðar stökk
5.Flugskeið - Flugskeið sýnt 2x á langhlið fjær áhorfendum.

Hestar sem taka þátt í þessari grein mega taka þátt í öðrum fjórgangs eða fimmgangsgreinum . Í þeim flokkum þar sem skráning fer yfir 16 knapa verða riðin A og B úrslit.

Knapafundur og starfsfólk mæti kl 17:00 .   Keppni hefst kl 18:00.

HÉR er ráslistinn