laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmgangur á fimmtudag

4. mars 2011 kl. 12:03

Fimmgangur á fimmtudag

Tæp vika er í fjórða mót Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í fimmgangi. Mótið fer fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, næstkomandi fimmtudag kl. 19.30. Fimmgangur er ein af þeim greinum sem keppt hefur verið í frá upphafi deildarinnar og hér að neðan má sá þá knapa sem hafa sigrað deildina áður. 2001 Sigurður Sæmundsson Esjar frá Holtsmúla 2002 Sigurbjörn Bárðarson Bylur frá Skáney 2006 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Þokki frá Kýrholti 2007 Hulda Gústafsdóttir Galdur frá Flagbjarnarholti 2008 Hulda Gústafsdóttir Galdur frá Flagbjarnarholti 2009 Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga 2010 Sigurbjörn Bárðarson Stakkur frá Halldórsstöðum Gera má ráð fyrir hörkuspennandi keppni í Ölfushöllinni á fimmtudaginn kemur. Forsala aðgöngumiða hefst á mánudaginn í verslunum Líflands, Top Reiter og Baldvini og þorvaldi. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.