sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimmgangi lokið - Magnús Skúlason langefstur með 7,97

7. ágúst 2013 kl. 17:27

Hleð spilara...

Fimmgangi er nú lokið og síðasti knapinn Magnús Skúlason, ríkjandi heimsmeistari stal efsta sætinu

Magnús Skúlason á Hraunari frá Efri-Rauðalæk var rétt í þessu að tryggja sér efsta sætið í forkeppni í fimmgangi með einkunnina 7.97.

Magnús og Hraunar eru ríkjandi heimsmeistarar í fimmgangi og því var ekki óviðbúið að hann kæmist í A-úrslitin. Magnús var síðastur í rásröðinni og því ríkti mikil spenna þegar hann reið inn á völlinn.

Með þessu féll Samantha Leidesdorff og Farsæll vom Hrafnsholt í annað sætið með 7,33.

Í 3-4 sæti er því Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II og Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi frá Hofi I niður í 3-4 sæti, báðir með einkunnina 7,30.

Hér eru heildarniðurstöður forkeppnarinnar.