þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm vetra hryssur koma vel út í ár

26. júlí 2010 kl. 14:15

Birta frá Mið-Fossum fremst í flokki

Birta frá Mið-Fossum er hæst dæmda 5 vetra kynbótahryssa ársins hér á landi. Hún fékk 8,40 í aðaleinkunn á seinni kynbótasýningu í Víðidal. Hún er með 8,41 sköpulag og 8,39 fyrir kosti. Í aðaleinkunn 8,40. Hún er með 9,0 fyrir tölt, hægt tölt og hófa, en 7,5 fyrir skeið. Fyrst og fremst frábær töltari. Birta er undan Adam frá Ásmundarstöðum og Aríel frá Höskuldsstöðum, Gustsdóttur frá Hóli í Eyjafirði. Ræktandi er Ármann Ármannsson, sem á hryssuna til helminga við Ingólf Jónsson.

Önnur hæst dæmda hryssan í þessum flokki er Orka frá Einhamri 2 með 8,38 í aðaleinkunn og þriðja Þota frá Flagbjarnarholti með 8,35 í aðaleinkunn. Efstu hryssur í sex vetra flokki ná ekki sama flugi. Þar er efst Krækja frá Efri-Rauðalæk með 8,34, þá Hríma frá Þjóðólfshaga með 8,32 og þriðja Ísafold frá Jaðri með 8,30. Í fjögra vetra flokki er Sýn frá Grafarkoti efst með 8,12, Storð frá Stuðlum næst með 8,03 og Elding frá Barká þriðja með 8,02.