mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm ungmenni hlutu Eva-Maria Gerlach verðlaunin -

28. júlí 2010 kl. 15:33

Fimm ungmenni hlutu Eva-Maria Gerlach verðlaunin -

Á FEIF Youth Cup í Danmörku um miðjan júlí, var fimm ungmennum veitt Eva-Maria Gerlach verðlaunin. Verðlaunin eru ávallt veitt á Youth Cup og eru veitt fimm efnilegustu ungmennunum. Verðlaunin eru nefnd eftir fyrrum forsprakka æskulýðsmála hjá FEIF, Evu-Mariu Gerlach.

Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Bo Cavens (Holland), Carolin Nase (Þýskaland), Elisabeth Marie Mai (Þýskaland), Lisa Kroon (Holland) og Tora Lindheim (Noregur). Fyrir utan glæsilega viðurkenningu, hljóta þessi ungmenni frían aðgöngumiða á HM 2011 í St. Radegund í Austurríki.

-hkg