föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm knapar með 1000 sýningar eða fleiri á öldinni

27. september 2019 kl. 11:00

Spá frá Eystra-Fróðholti, knapi Daníel Jónsson.

Kynbótastarf íslenska hrossakynsins byggir að stærstum hluta á einstaklingssýningum hrossa, en einnig á afkvæmasýningum á stærri mótum s.s. Landsmótum

 

Hrossarækt á það sameiginlegt með annarri ræktun að vera hálfgert lottó og það er ekki alltaf á vísan að róa með það að þau hross sem hæstan dóm hljóta skili af sér afkvæmum sem skara fram úr.

Ein af ástæðum þess eru sú að uppeldi, tamning og sýnandi í kynbótadómi, svo einhver dæmi séu tekinn, hafa mikil áhrif á það hvernig tekst til við að sýna það besta sem býr í hverjum grip.

Flestir eiginleikar sem dæmdir eru í kynbótadómi eru því m.a. háðir því hvernig knapanum tekst til við að laða fram það besta í gripnum. Sumir knapar hafa sýnt fleiri hross í kynbótadómi en aðrir og hafa því sett mark sitt á hrossastofninn svo um munar.

Af forvitnissökum kannaði Eiðfaxi hverjir hafa sýnt flest hross í kynbótadómi frá árinu 2000. Listinn er birtur með fyrirvara um mannleg mistök. Daníel Jónsson hefur sýnt flest hross í kynbótadómi á þessari öld alls 1787 sýningar, skammt á eftir honum kemur Þórður Þorgeirsson með 1781 sýningu. Þórður á flestar sýningar á einu ári en árið 2012 sýndi hann hvorki fleiri né færri en 195 sýningar.

Fróðlegt er að sjá að konur hafa sýnt töluvert færri sýningar en karlar en sú sem á flestar kynbótasýningar á þessari öld í röðum kvenna, er Lena Zielinski með alls 297 sýningar.

 

Knapi

Fj.sýninga

Daníel Jónsson

1787

Þórður Þorgeirsson

1781

Erlingur Erlingsson

1271

Jakob Svavar Sigurðsson

1028

Sigurður Vignir Matthíasson

1018

Sigurður Sigurðarson

935

Guðmundur Björgvinsson

890

Tryggvi Björnsson

793

Agnar Snorri Stefánsson

746

Bjarni Jónasson

686

Sigurður Óli Kristinsson

619

Agnar Þór Magnússon

610

Árni Björn Pálsson

605

Ævar Örn Guðjónsson

533

Elvar Þormarsson

Sigursteinn Sumarliðason

492

472

Björn Haukur Einarsson

441

Thorsten Reisinger

420

Gísli Gíslason

380

Bergur Jónsson

363

Þorvaldur Árni Þorvaldsson

338

Jóhann Rúnar Skúlason

335

Jóhann Kristinn Ragnarsson

326

Þórarinn Eymundsson

307

Lena Zielinski

297

Mette Mannseth

290

Frauke Schenzel

283

Helga Una Björnsdóttir

235