föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óskað eftir knöpum

9. júní 2015 kl. 14:08

Engin ný lið munu taka þátt í Meistaradeildinni í hestaíþróttum árið 2016.

Tvö lið sýndu Meistaradeildinni í hestaíþróttum áhuga, þegar eftir því kallað á dögunum. Þá auglýsti Meistaradeildin eftir nýjum liðum í umspil fyrir næstu leiktíð. Síðar hættu þessi lið við og því hefur Meistaradeildin hætt við umspilið.

Meistaradeildin hefur ákveðið að fjölga knöpum í hverju liði og verða því fimm knapar í hverju liði á komandi keppnistímabili. Áhugasömum er bent að senda inn umsókn á info@meistaradeild.is. fyrir 19. júní n.k. samkvæmt tilkynningu frá deildinni.