fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm framboð hafa borist kjörnefnd

27. október 2014 kl. 11:11

Frá Landsþingi LH 2014 á Selfossi.

Formenn funduðu á laugardag.

Formenn allra hestamannfélaga landsins funduðu á laugardaginn. Að sögn Jóns Alberts Sigurbjörnssonar, fundarstjóra, sköpuðust jákvæðar og góðar umræður á fundinum. Landsmót var hins vegar ekki á dagskrá.

Jón Albert sagði formenn tvístígandi með framhaldið. Væru þeir m.a. að reyna að finna mögulega kandídata í stjórn, ljóst sé að samstilltan hóp þarf til að takast á við þau krefjandi verkefni sem bíða stjórnar.

Annar fundur formanna hefur ekki verið boðaður en framhaldsþing mun fara fram laugardaginn 8. nóvember.

Að sögn Guðmundar Hagalínssonar formann kjörnefndar LH hafa fimm framboð borist, eitt til formanns, tvö í aðalstjórn og tvö í varastjórn.

Kjörnefnd óskar eftir því að framboð til stjórnar LH berist eigi síðar en á hádegi föstudaginn 7. nóvember 2014 til nefndarinnar, en kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH.