fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Feykisskjöldurinn afhentur

23. október 2014 kl. 14:00

Sölvi Freyr Jónasson með Feykisskjöldinn

Viðurkenning veitt fyrir góða framkomu og dugnað.

Á uppskeruhátíð æskunnar sem haldin var 9.október í reiðhöllinni á Flúðum var Feykisskjöldurinn afhentur. Þessi farandsgripur var gefinn af Jóhanni B Óskarssyni og er hann hugsaður sem viðurkenning til Logakrakka sem með framkomu sinni og dugnaði er öðrum góð fyrirmynd og hefur sýnt framfarir í hestamennsku. Að þessu sinni var það Sölvi Freyr Jónasson sem hlaut Feykisskjöldinn og er hann vel að gripnum kominn.