miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Feykir frá Háholti heimsmeistari í elsta flokki stóðhesta

Herdís Reynis
10. ágúst 2013 kl. 11:48

Feykir frá Háholti

Kynbótasýningum lokið en kynning efstu hryssna hefst klukkan 16.30.

Feykir frá Háholti og Sigurður Óli hafa gert það gott hér í Berlín og landað einum heimsmeisaratitli í elska flokki stóðhesta fyrir Íslands hönd.

Feykir hækkaði fyrir skeið á yfirliti og er kominn í 8,70 í aðaleinkunn - og þar með einnig orðinn hæst dæmdi stóðhestur mótsins, einni kommu hærri en Spóliant í 6v flokknum.

Feykir er undan gæðingaföðurnum Andvara frá Ey og Eflingu frá Háholti.