föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fertugsafmæli Ástundar

16. nóvember 2016 kl. 23:19

Ástund ,,Iceland" hnakkur

Hestavöruverslunin Ástund fagnar fjörutíu ára afmæli-Frábær tilboð

Hestavöruverslunin Ástund fagnar fjörtíu ára afmæli sínu  um þessar mundir og af því tilefni er boðið til stórveislu í búðinni um komandi helgi.

Allar vörur verða á tilboði með 20-40% afslætti. Einnig verður afhjúpaður og kynntur nýr hnakkur frá Ástund „Iceland,“ einstaklega vandaður hnakkur sem hannaður er af Ástund í samvinnu við reiðmenn í fremstu röð.

Verslunin verður lokuð á fimmtudag, 17. nóv., en fjörið hefst kl. 10 á föstudagsmorgun, 18. nóv. og opið verður frá kl. 10 – 18 bæði föstudag og laugardag og frá kl. 13 – 17 á sunnudag. 

Starfsmenn Ástundar taka vel á móti gestum og bjóða toppþjónustu byggða á áratugareynslu. Tilvalið tækifæri fyrir hestamenn að kaupa jólagjafirnar á góðu verði, hitta mann og annan og skoða frábært vöruúrval. Allir velkomnir!