miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ferðuðust ríðandi á Heimsmeistaramótið

23. september 2013 kl. 11:54

803 km og mest einhesta

Christel Velte & Walter frá Norður-Bæjaralandi tóku þátt í boðreiðinni frá síðasta Heimsmeistaramótsstað í Austurríki til Berlínar. Flestir þátttakendur ríða bara lítinn hluta ferðarinnar, og sumir reyndar í marga daga en bara hluta úr degi. Þessi tvö glaðlyndu skötuhjú riðu hins vegar alveg frá upphafi til enda, allan daginn alla þá 38 daga sem ferðalagið tók.

“Við erum áhugasamt útreiðafólk og fannst spennandi tilhugsun að ferðast lengri vegalengdir á hestum. Bæði tókum við þátt i boðreiðinni fyrir síðasta heimsmeistaramót, 2011 og það var svona ægilega gaman að við urðum náttúrulega að endurtaka leikinn” segir Christel og Walter og brosa kankvís hvort til annars. Blaðamaður Eiðfaxa sér glettnina í svipnum og spyr hvort eitthvað sérstakt hafi gerst þar og þau skella upp úr, jú það megi segja það, þau hafi nefnilega kynnst þá og náð svo saman undir lokin á þeirri reið sem tók 21 dag.

Lesið viðtalið við þessi indælu hjón í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622 eða eidfaxi@eidfaxi.is