mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ferðuðust 800 kílómetra einhesta

6. ágúst 2013 kl. 06:59

Christel Velte og Walter Schmid

Hjónin Christel Velte og Walter Schmid fóru á 38 dögum frá Austurríki til Berlínar.

Það var hann Eitill, 13 vetra geldingur fæddur í Þýskalandi sem bar eiganda sinn í gegn um 7 lönd á á leið þeirra til Berlínar, mikill hiti og fluga voru á leiðinni.  Hann var eini hesturinn sem fór alla 800 kílómetrana með sama knapann. 

„Eitill er ótrúlegur hestur, við erum sem eitt eftir þessa ferð.  Hann er sterkur með óbilandi fætur.  Það er alveg nauðsynlegt að hafa kjarkaðan og sterkan hest í svona svaðilför,“ segir Walter.

Christel fór fór meðal annars leiðina á 8 vetra meri úr eigin ræktun, hún skipti þó um hest meðan á ferðinni stóð.

Aðspurð um það hvað heillaði við íslenska hestinn sagði hún aldrei hafa ætlað sér að eiga íslenskan hest enda átti hún „warmblood“ sem var hennar Mercedes en skipti fljótlega yfir í þann íslenska fékk viðurnefnið Porsche eftir að hafa látið ginna sig á bak.

„Íslenski hesturinn er með alveg sérstakan persónleika, hann opnar hug og hjarta fólks.“ segir Christel að lokum en í dag eiga þau einungis íslenska hesta.