föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ferðalagið gekk vel

30. júlí 2019 kl. 11:00

Teyma þarf hrossin til að ná úr þeim ferðaþreytu - hér teymir Jakob Svavar, Júlíu frá Hamarsey

Íslensku hestarnir komnir til Berlínar

 

Landsliðshestarnir komu til Berlínar í gær. Hestunum var flogið út á sunnudagsmorgun til Liege í Belgíu. Þeir dvöldu eina nótt þar í landi áður en þeir voru fluttir á hestaflutningabílum til Þýskalands.

Hluti af knöpum landsliðsins hélt utan til Belgíu á undan hestunum og tóku á móti þeim við komuna. Þetta voru þau Jakob Svavar Sigurðsson, Guðmundur Björgvinsson, Ásmundur Ernir Snorrason, Olil Amble, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Arnar Bjarki Sigurðarson (þjálfari) og Erlendur Árnason (járningamaður liðsins) tóku á móti hestunum í Belgíu og ferðuðust með þeim til Þýskalands. Árni Björn Pálsson flaug með hestaflutningavélinni frá Keflavík til Belgíu og er því einnig með í för.

Landsliðshestarnir hafa nú allir undirgengist læknisskoðun og eru allir við fulla heilsu og því með þátttökurétt á mótinu.

Landsliðsknaparnir og þeir þjálfarar sem enn eru ókomnir fljúga út á morgun og í kjölfarið hefjast æfingar fyrir heimsleikanna.