laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ferðahugurinn vaknar með hækkandi sól

3. júní 2011 kl. 13:43

Ferðahugurinn vaknar með hækkandi sól

Þær voru hressar hestakonurnar úr Mosfellsbæ er þær þustu um Ölfusið á gæðingum sínum í gær. Þessi hópur kallar sig „Grenjurnar“..

en það er ekki vegna þess að þær séu grenjandi, heldur vegna þess að þær hittast oft hjá einni úr hópnum Þóru Sigmundsdóttur uppi á Grenjum á Mýrum.
Nú dvelja þær í Lambhaga í Ölfusi í nokkra daga og nýta sér hið frábæra reiðvegakerfi sem þar hefur verið byggt upp á undanförnum árum. Þær voru vel ríðandi og riðu meðal annars niður Ölfusárbakkana. Eiðfaxi tók þessar myndir af hópnum.