miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fer frá Ármóti

odinn@eidfaxi.is
25. nóvember 2013 kl. 22:05

Ragnar Þór Hilmarsson, lengst til hægri, tekur við verðlaunum fyrir Konsert frá Korpu á LM2012. Á bikarnum heldur Hafliði Halldórsson, sem á hestinn ásamt Steinþóri Gunnarssyni. Knapi er John Sigurjónsson.

"Breytingarnar leggjast vel í mig"

Á Ármóti er ein besta aðstaða landsins til tamninga og útreiða, en þar hefur Hafliði Halldórsson ráðið ríkjum um nokkurra ára skeið.

Undanfarin ár hafa ýmsir þekktir tamningarmenn unnið fyrir búið og má þar nefna Ólaf Ásgeirsson, Steingrím Sigurðsson og John Kristinn Sigurjónsson.

Nú hefur John Kristinn ákveðið að söðla um og flytja sig yfir í Ölfusið, nánar tiltekið að Laugarbökkum. "Kærasta mín er í háskóla í Reykjavík og vill ég vera nær henni, en mér fannst fulllangt að keyra á milli Reykjavíkur og Ármóts" segir John í samtali við Blaðamann Eiðfaxa.

John hefur sýnt og keppt á fjölda hrossa frá Ármótsbúinu, en hann vann m.a. fimmgang Meistaradeildar 2012 á Konsert frá Korpu sem er í eigu búsins.

"Ég verð áfram með Konsert frá Korpu og Son frá Kálfhóli, en ég verð með tíu pláss á Laugarbökkum auk þess að þjálfa þrjú hross fyrir þá" segir John Kristinn en sagðist spenntur fyrir breytingunni og því að starfa í vetur með Janusi Halldóri Eiríkssyni tamningarmanni á búinu sem náð hefur mjög góðum árangri á undanförnum árum.