laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Felicia og Safír gulltryggðu Svía

22. febrúar 2014 kl. 11:16

Safír vom Lindenhof. Knapi Felicia Lindblom.

Hörð ungmennakeppni.

Dagskrá World toelts er að ná hámarki. Í síðustu ungmennaatlögunni var keppt í tölti. Aftur voru fjórir knapar frá jafnmörgum löndum mættir til leiks.

Efst eftir hæga töltið var hin danska Caroline Poulsen á Helga frá Stafholti, með 7,17 í einkunn.  Þegar keppendur áttu að sýna hraðabreytingar var Helgi eitthvað ósáttur og stökk með Carolinu um völlinn. Þau fengu ekki einkunn og yfirgáfu brautina.

 Öruggur sigurvegari var Felicia Lindblom frá Svíþjóð á Safír vom Lindenhof. Löndin hafa skipt verðlaunum nokkuð bróðurlega á milli sín, en Svíar sigruðu í tveimur greinum af fjórum, danir fengu eitt gull og norðmenn eitt.

1.Felicia Lindblom / Safir vom Lindenhof / SWE 6,44
6,0 - 6,5 - 6,83
2. Kim Dalfuß / Greifi frá Myrarloni / GER 6,22
6,0 - 6,0 - 6,67
3. Stine Smidtsrød / Jökull frá Straðartungu / NOR 5,17
4,5 - 4,67 - 6,33