sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Félagsstarf að komast í gang

odinn@eidfaxi.is
18. janúar 2015 kl. 16:55

Stikkorð

heilsa

Margt í boði i fræðslu og námskeiðahaldi í vetur.

Það verður talsvert í boði í fræðslu-, og námskeiðahaldi fyrir hestamenn í vetur en sem dæmi þá stóð fræðslunefnd Sleipnis fyrir fróðlegum morgunverðarfyrirlestri þar sem Susanne Braun þar sem farið var yfir mögulega líkamlega kvilla sem hægt er að laga með hnykkingum og nuddi.

Fór hún skipulega fyrir eftir hverju hesteigendur eiga að líta þegar kemur að misstyrk og einkennum hans sem getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar eins og sjónhræðslu, spennu, kvíða og jafnvel hrekki.

Fyrirlesturinn var myndrænn þar sem Susanne útskýrði í máli og myndum við hvað væri átt.

Þetta er tilvalið fyrir félagsmenn Sleipnis að fara á stuttan fyrirlestur að morgni laugardags en aðgangur var litlar 500 krónur og innifalið var kaffi og vöfflur.

Að sögn fræðslunefndar Sleipnis verða fyrirlestrar sem þessir reglulega í vetur og líklega verður Sigurður Torfi járningarmeistari næstur í röð fyrirlesara.