laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Félagsmót Léttfeta

10. júní 2011 kl. 21:06

Félagsmót Léttfeta

Félagsmót Léttfeta verður haldið á félagssvæði Léttfeta (Fluguskeiði) á Sauðárkróki laugardaginn 18. júní og hefst það kl:10:00 á forkeppni í B-flokki.

Skráningu lýkur á fimmtudagskvöldið 16. júní. Skráningar eru hjá Guðmundi á badboy@simnet.is og hjá Stefaníu í 847-9158. Skráningagjaldið er 1500 kr. og greiðist inn á reikning félagsins 0310-26-32140, kt.430269-7049. Vinsamlegast setja kennitölu knapa í skýringu og senda staðfestingu á badboy@simnet.is.

Keppnisgreinar: A og B-flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkar og 100m skeið.
Gefa þarf upp keppnisgrein, nafn og kennitölu knapa og IS númer hests við skráningu.

Mótanefnd Léttfeta