fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Félagsmenn FHB frá Hrossarækt 2011 frítt

14. desember 2011 kl. 13:29

Félagsmenn FHB frá Hrossarækt 2011 frítt

Allir félagsmenn í Félagi hrossabænda geta fengið frítt eintak af bókinni Hrossarækt 2011 sem kom út nú fyrir skömmu.  

 
Aðildarfélög Félags hrossabænda sjá um að afhenda bækurnar. Félagar í Hrossaræktarsamtökum Suðurlands geta fengið bókina afhenta hjá Höllu Eygló á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands, Austurvegi 1 (sama húsnæði og Krónan er með verslun). Þeir sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu geta sótt bækur á skiptiborð Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni við Hagatorg (er staðsett á 3 hæð á Hótel Sögu).
 
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands.