fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Félag tamningamanna 40 ára-

9. apríl 2010 kl. 09:06

Félag tamningamanna 40 ára-

Félag tamningamanna verður 40 ára á laugardaginn kemur, þann 10. apríl en það var stofnað árið 1970 af nokkrum kappsfullum ungum tamningamönnum. Af þessu tilefni verður blásið til afmælishátíðar síðar á árinu og hefur verið skipuð undirbúningsnefnd til að vinna að málinu. Hana skipa þau Guðmundur Arnarsson, Erla Guðný Gylfadóttir og Eyjólfur Ísólfsson.

Ætlunin er að setja upp fjölbreytta stórsýningu þar sem fagmennska og fróðleikur verða í farabroddi. Atli Guðmundsson hefur tekið að sér sýningarstjórn en Guðmundur Arnarsson er framkvæmdastjóri verkefnisins.

Nánari upplýsingar um afmælishátíðina og dagsetning hennar verða kynnt þegar nær dregur, en stefnt er að hátíðahöldum á haustmánuðum.

www.tamningamenn.is