fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fékk hana í jólagjöf

30. júní 2016 kl. 12:58

Annika Rut með Spes

Þriðja Landsmótið sem Annika Rut keppir á.

Annika Rut Arnarsdóttir er í öðru sæti eftir milliriðla í unglingaflokki en hún ríður hryssunni Spes frá Herríðarhóli en Spes er 8 vetra undan Landsmótssigurvegaranum Stormi frá Herríðarhóli og Sögu frá Herríðarhóli.

Þetta er þriðja Landsmótið sem Annika Rut keppir á en fyrsta mótið hennar var í Reykjavík 2012. Annika Rut er búin að sjá um þjálfun á Spes síðustu tvö ár en hún var svo heppin að fá hryssuna í jólagjöf síðustu jól. "Spes er mikill karakter en maður verður að vera góður við hana og sýna henni mikla ást. Það er mikið skap í henni en hún er mjög skemmtileg." segir Annika en henni finnst mjög gaman hérna á Hólum og er mjög ánægð með mótið. "Það er mjög gaman hérna. Stemming að koma hingað norður og gista í tjaldi. Það er mjög flott landslega hérna og fín aðstaða." segir Annika en hún var mjög stressuð fyrir milliriðlana nú í morgun en það var óþarfi því þær stöllur áttu frábæra sýningu.