sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fékk gæðing í gjöf

17. janúar 2015 kl. 13:00

Guðbjartur og Hulinn frá Sauðafelli vekja ávallt eftirtekt á mótum enda vasklegir félagar á ferð. Auk þess klæðist Guðbjartur allra jafna kjólfötum á mótum.

Guðbjartur og Hulinn hafa vart tapað keppni.

,,Þannig var að Danni hringdi í mig og sagðist hafa fundið stóðhest á meri sem við erum með. Hann bað mig um að kíkja á hann í Worldfeng. Sá ég þá að ég var skráður eigandi hestsins. Danni sagðist vera orðin leiður á að sjá aðra ríða yfir mig í keppnum. Enda hefur það staðist, við Hulinn höfum varla tapað keppni," segir Guðbjartur Hjálmarsson hestamaður á Norðfirði, sem tilnefndur var til íþróttamanns Fjarðarbyggðar.

Guðbjartur hefur farið mikinn í keppnum eystra undanfarið ár ásamt hesti sínum Hulinn frá Sauðafelli. Gæðingurinn var gjöf frá dóttur Guðbjarts og tengdasyni, Bergrósu og Daníeli Smárasyni.

Viðtal við Guðbjart má nálgast í 1. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.