þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FEIF YOUTHCAMP: FÆRIR FÓLK NÆR HVERT ÖÐRU

2. október 2019 kl. 10:29

Þátttakendur í FEIF Youth Camp koma frá 11 mismunandi Evrópulöndum

FEIF YouthCamp, ungmennabúðir alþjóðasamtaka íslenska hestsins, voru haldnar í Hestheimum á Suðurlandi, 7.–14. júlí 2019.

Þátttakendur skemmtu sér vel og eignuðust nýja vini, en hápunkturinn var þriggja tíma reið í íslenskri náttúru.

Í búðunum eru 32 ungir hestaunnendur (13–17 ára), sem flestir eru áhugareiðmenn. Krakkarnir koma frá 11 mismunandi Evrópulöndum og fararstjórar fylgja hverjum hóp. Ungmennabúðirnar tengjast ekki aðeins hestum og hestamennsku, en markmið þeirra er framar öðru að auka tengsl ungra hestamanna frá mismunandi löndum og vináttu, útskýrir Karen. Hún hefur séð um að skipuleggja hópefli og fræðsludagskrá, en fráfarandi formaður æskulýðsdeildar LH, Helga B. Helgadóttir, um skemmtidagskrána. „Við byrjum alltaf á hópefli, að hrista hópinn saman,“ segir Helga. „Þau þekkjast ekki endilega fyrir.“ Á þessum vikutíma hafa krakkarnir farið á hestasýningu á Friðheimum, ferðast um Gullna hringinn, m.a. að Geysisvæðinu og Gullfossi, farið í verslunarleiðangur til Reykjavíkur (aðallega til að kaupa hestadót) og fengið sér pítsu og ís. Reiðtúrar hafa að sjálfsögðu einnig verið inni í dagskránni, bæði styttri og lengri túrar.

Inni á vef Horses of Iceland má nálgast frétt um þessa skemmtilegu daga í heild sinni ásamt því að fræðast um nokkra af þátttakendunum. Þar er einnig að finna mikið magn af myndum eftir Gígju Einarsdóttur sem hún tók af þátttakendum.

Fréttina má nálgast með því að smella hér