miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FEIF telur ekki grundvöll fyrir að halda bæði Landsmót og Heimsmeistaramót 2011 -

12. júlí 2010 kl. 16:42

FEIF telur ekki grundvöll fyrir að halda bæði Landsmót og Heimsmeistaramót 2011 -

FEIF hefur gefið út tilkynningu þess efnis að samtökin telji ekki grundvöll fyrir því að halda Landsmót og Heimsmeistaramót árið 2011. 

Í frétt á heimasíðu sinni vísa þeir til þeirrar hefðar sem hefur skapast að halda mótin sitt hvort árið og að mjög mikill fjöldi hestaunnenda skipuleggi sumarfrí sín með það að leiðarljósi.  Íslandshestaheimurinn sé ekki nægilega stór til þess að skipuleggja þetta stóra viðburði með aðeins nokkra vikna millibili. 

FEIF lýsir því yfir að  þeir hafi skilning á stöðunni hér, og því að ræktendur og keppnismenn vilji halda stórviðburð árið 2011. En þar sem sú skoðun sé ríkjandi að ekki sé hægt að halda Landsmót og Heimsmeistaramót á sama ári og FEIF þjóðirnar hafi skyldum að gegna gagnvart Heimsmeistaramótinu leggi FEIF ásamt aðildarþjóðunum áherslu á HM 2011.

Fréttina má lesa í heild sinni hér

Í fréttinni er það ekki sagt berum orðum að FEIF setji sig upp á móti því að Landsmót verði haldið 2011 heldur talað um að FEIF setji „focus“ á HM 2011.  Í ljósi þeirrar staðhæfingar sem sett er fram í fréttinni að ekki sé grundvöllur að halda hvorutveggja á sama ári má vera ljóst hver afstaða samtakana er.

Eins og sagt var frá í frétt á eiðfaxa.is í síðustu viku eru í gangi viðræður á milli hagsmunaaðila um að finna lausn á málinu sem allir geta sætt sig við.

Við munum fylgjast með málinu hér á Eiðfaxa og bera lesendum fréttir af því. Einnig viljum við hvetja fólk til málefnalegrar umræðu um þetta málefni og til að senda okkur línu á hrafnkell@eidfaxi.is ef fólk vill tjá sig. –hg.