sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FEIF styður ekki LM 2011

17. janúar 2011 kl. 22:25

FEIF styður ekki LM 2011

Iens Iversen formaður FEIF alþkóðasamtaka Íslenska hestsins hefur verið hér hér í heimsókn í nokkra daga og hélt meðal annars opinn umræðufund í kvöld, 17.janúar.

Á fundinum kom meðal annars fram að FEIF mun ekki styðja við LM 2011 vegna skuldbindinga sinna við austurríkismenn. Landsmótin sagði Jens að væri litið á sem hluta af atburðadagatali FEIF eða FEIF atburður eins og hann kallaði LM. Stuðningur FEIF við landsmótin sagði Jens að væri í formi kynningar og aðstoðar við markaðssetningu mótanna.
Stjórn FEIF segir frá því í bréfi sem sent hefur verið til BÍ og LH að FEIF muni ekki styðja LM 2011 og hefur mótið ekki verið sett inná atburðadagatal samtakanna.