laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FEIF ráðstefnan 2010 tókst vel-

25. febrúar 2010 kl. 10:14

FEIF ráðstefnan 2010 tókst vel-

FEIF ráðstefnunni 2010 í Óðinsvé í Danmörku lauk sunnudaginn 21. febrúar. Ráðstefnan var sett formlega með kynningu á svokölluðum átakshóp FEIF (the FEIF Task force). Hópnum er m.a. ætlað að samræma reglur og vinnubrögð innan mismunandi deilda FEIF. Einn Íslendingur var valinn í hópinn af stjórn FEIF eða Sigbjörn Björnsson.

Á aðalfundi FEIF voru samþykktar margar breytingar á FIPO reglum en auk þess nýtt vægi á kynbótadómum samkvæmt FIZO. Þessar nýju reglur taka þegar gildi á íþrótta- og kynbótasýningum. Að vanda mættu um 100 manns frá flestum aðildarlöndum FEIF.

Á sama tíma fór fram WorldCup sem Danir héldu nú í þriðja sinn og tókst frábærlega. Guðlaugur Antonsson og Marlise Grimm voru dómarar á stóðhestasýningunni á WorldCup. Um 3.000 miðar voru seldir inn á WorldCup að þessu sinni sem er metaðsókn.

www.worldfengur.com