miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FEIF þjóðirnar eiga að vinna saman

Jens Einarsson
23. júlí 2010 kl. 09:52

Óskynsamlegt að halda tvö stórmót á sama ári

 „Landsmót og heimsmeistaramót á sama ári munu draga úr aðsókn á bæði mótin, hvernig sem á það er litið. Það er stór hópur hestafólks sem hefur ekki tök á að fara bæði mótin. Það verður alltaf samkeppni á milli þessara viðburða ef þeir eru haldnir á sama ári, hvort sem menn taka höndum saman um markaðssetnginu þeirra eða ekki.“

Þetta segja Tamara Nebel og Karl Peber, framkvæmdastjóri og mótshaldari HM2011 í Austurríki. Eins og fram kom í blaðinu Hestar og hestamenn, sem kom út í gær, þá styður FEIF ekki að Landsmót verði haldið í Skagafirði á næsta ári. Austurríkismenn eru mjög andsnúnir LM2011 og telja að það muni stofna afkomu HM2011 í hættu. Í raun muni það hafa neikvæð áhrif á afkomu beggja mótanna og því óskynsamlegt að halda mótin á sama ári.

Tamara og Karl segja að HM2011 verði haldið í Austurríki hvort sem Landsmót 2011 verði haldið eða ekki. Þau segja að nær væri þó að Íslendingar tækju höndum saman með Austurríki og Þýskaland í sameiginlegu markaðsátaki fyrir HM2011, Landsmóti 2012 og HM2013 í Berlín. Það sé akkur allra FEIF þjóðanna og unnenda íslenska hestsins að hámarka fjölda gesta á hverjum þessara megin viðburða, fremur en stíga skóinn hver af öðrum með því að halda tvö stórmót á sama árinu.