föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fegurð íslenska hestins fönguð

24. júní 2015 kl. 21:39

Gígja Einarsdóttir opnaði ljósmyndasýningu í Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.

Gígja Einarsdóttir opnar ljósmyndasýningu í Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.

Það var margt um manninn á opnun ljósmyndasýningar Gígju Einarsdóttur í Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í gær. Sýning er samstarfsverkefni sendiráðsins og NIF (norræna Íslandshestafélagið) í tilefni þess að Heimsleikar Íslenska hestsins verður haldin þar í Danmörku í ár.

Sýningin samanstendur af ljósmyndum af íslenska hestinum í íslenskri náttúru, en Gígja hefur getið sér gott orð fyrir gullfallegar myndir. Hún hefur einstak og næmt auga fyrir fegurð íslenska hestsins. Mynd Gígju af Markúsi frá Langholtsparti var til að mynda valin Tímaritamynd ársins 2014.

Sýningin verður opin í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn þar til í ágúst þegar hún verður flutt til Herning, þar sem Heimsleikarnir fara fram.