miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Feðgar öttu kappi

22. febrúar 2014 kl. 10:05

Stund á milli stríða. Óskar og Sys slappa af eftir átökin. Framundan eru úrslit.

Heimsmeistarafari í góðu formi.

Sys Pilegaard og Óskar frá Akureyri sigruðu í spennandi B-úrslit fjórgangs. 

 Óskar er undan Brján frá Reykjavík sem einnig keppti í úrslitunum, en varð að lúta í lægra haldi fyrir syninum að þessu sinni. Brjánn þessi er undan Hrynjanda frá Hrepphólum sem virðist koma víða við þegar skoðaðar eru ættir íþróttakeppnishesta.

 Heimsmeistarafarinn okkar, Týr frá Þverá II stóð sig með stakri prýði undir knapa sínum Kristine Jörgensen. Þau skoruðu hæst keppenda fyrir brokk og stökk, og munaði aðeins brotum á þeim og sigurvegurunum.

6: Sys Pilegaard, Óskar frá Akureyri - 6,83
7: Kristine B. Jørgensen, Týr frá Thverá II - 6,60
8: Irene Reber, Brjánn frá Reykjavik - 6,47
9: Julie Christiansen, Kolfaxi frá Blesastödum - 6,40
10: Lisa Schürger, Blida frá Ytra-Vallholti - 6,37
11: Anne Stine Haugen, Kristall frá Jardbrú - 6,30