þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Faxi stolið af íslenskum hesti

3. nóvember 2009 kl. 10:17

Faxi stolið af íslenskum hesti

Lögreglan í Svendborg á Fjóni hefur fengið þjófnaðartilkynningu frá eiganda íslensks hests. Lögreglan leitar nú að óprúttnum einstaklingi sem klippti faxið af hestinum, eða sem nemur hálfum metra.

Eigandinn, sem býr í  Pudseløkke skammt frá Rudkøbing, segir að þetta hafi gerst sl. föstudag á milli kl. 10:45 og 11:30, en þá var hesturinn úti.

Lögreglan, sem segir þetta falla undir skemmdarverk, óskar eftir því að sjónvarvottar gefi sig fram.

Þetta kemur fram á vef Fiens Stiftsidende.

 
/www.mbl.is