föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Faxi gamli blífur

Jens Einarsson
20. júlí 2010 kl. 11:25

Faxi frá Árnanesi á marga fræga afkomendur

Stóðhesturinn Faxi frá Árnanesi í Hornafirði var hvorki dáður né eftirsóttur meðan hann lifði. Frekar að hann hafi verið hæddur og smáður. Sú var alla vega upplifun ræktanda hans og eiganda, Páls Jónssonar í Árnanesi. En þegar grúskað er í ættir margra frægustu afrekshrossanna í dag kemur í ljós að Faxi lifir þar góðu lífi. Af hrossum sem eiga ættir að rekja til hans má nefna heimsmeistarann í tölti Hvin frá Holtsmúla, Norðurlandameistarann í tölti Reyni frá Hólshúsum, Seið frá Flugumýri, Þórodd frá Þóroddsstöðum, Gára frá Auðsholtshjáleigu, og mörg fleiri afrekshross. Lesið úttekt um niðja Faxa frá Árnanesi í 7. tölublaði Hesta og hestamanna sem kemur út á fimmtudag.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622.