sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fannar Ólafsson kaupir Íshesta

26. september 2011 kl. 08:54

Ferðamenn á leið í Landmannahella í Íshestaferð.

Einar Bollason áfram hjá fyrirtækinu

Fannar Ólafsson, körfuboltahetja í KR, fer fyrir hópi fjárfesta sem eru að kaupa Íshesta í Hafnarfirði í heilu lagi. Hestaferðafyrirtækið Íshestar, sem er 30 ára á næsta ári, er í eigu tuttugu og fimm hluthafa. Þar á meðal eru Einar Bollason, fyrrverandi körfuboltahetja í KR, og kona hans Sigrún Ingólfsdóttir, Icelandair og Kynnisferðir. Fannar mun kaupa alla hluti fyrirtækisins.

Fannar er uppalinn í hestaumhverfi og þaulvanur hestaferðum, sonur Ólafs Einarssonar og Drífu Kristjánsdóttur hrossabænda á Torfastöðum í Biskupstungum. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Gunnars Majonesi í Hafnarfirði. Eftir því sem fregnir herma mun ætlunin að reka Íshesta með sama sniði og hingað til. Einar Bollason mun starfa hjá fyrirtækinu næstu tvö ár og verða einskonar yfirkennari á svæðinu.