þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Falur gæðagammur

odinn@eidfaxi.is
19. nóvember 2014 kl. 19:01

Frakkur frá Langholti, knapi Erlingur Erlingsson

Einn hæst dæmdi stóðhestur veraldar til sölu.

Hæst dæmdi sonur Vilmundar frá Feti hefur verið auglýstur til sölu en hesturinn sem um ræðir er Frakkur frá Langholti.

Frakkur hlaut sinn hæsta dóm árið 2011 og hlaut hann þá 8,68 í aðaleinkunn og þar af 9,03 fyrir kosti.

Hæst hlaut hann 9,5 fyrir tölt og vilja/geðslag og 9,0 fyrir brokk, skeið, fegurð í reið og hægt tölt.

Eigendur Frakks eru Nils Christian Larsen og Stall Myra, en Frakkur var seldur til Noregs árið 2012 en þá keypti Tom Espen Wenås hestinn. Núverandi eigendur keyptu hann í fyrra og hafa nú auglýst hann til sölu á heimasíðu sinni.