mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fallegir ungfolar sýndir

3. apríl 2012 kl. 13:56

Fallegir ungfolar sýndir

Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja hélt sína árlegu ungfolasýningu í Skeiðvangi, Hvolsvelli, laugar-daginn 31. mars síðastliðinn. Til leiks mættu 12 vel þroskaðir ungfolar af félagssvæðinu, 6 þriggja vetra folar og 6 tveggja vetra folar. Guðlaugur V. Antonsson, landsráðunautur í hrossarækt, stigaði byggingu og lýsti meginkostum og göllum í fari hvers og eins. Allir folarnir, utan einn, eru undan sýndum og þekktum hestum og mæður ungfolanna eru sýndir gripir í 11 tilvikum af 12.

 
Efstu folar í hvorum flokki fyrir sig urðu þessir:
 
2. vetra folar
1. Höður frá Þúfu IS2010184551, brúntvístjörnóttur, leistóttur.
F: Hróður frá Refsstöðum IS1995135993 M: Þöll frá Þúfu IS2002284551
Rækt./Eig.: Anna Berglind Indriðadóttir og Guðni Þór Guðmundsson, Þúfu.
 
2. Gígur frá Efri-Kvíhólma IS2010184222, móálóttstjörnóttur – gránandi.
F: Kári frá Efri-Kvíhólma IS2006184222 M: Fjallgrimm frá Efri-Kvíhólma IS2004284222
Rækt./Eig.: Jónas Smári Hermannsson, Efri-Kvíhólma.
 
3.  Séra Jón frá Borg IS2010181204, brúnskjóttur.
F: Brestur frá Lýtingsstöðum IS2004181778  M: Hrefna frá Kálfholti IS1997286569
Ræktandi: Sigríður Elka Guðmundsdóttir og Jóhann Garðar Jóhannesson
Eig.: Hestaborg ehf
 
3. vetra folar
1.-2.  Laxdal frá Borg IS2009181202, fífilbleikur.
F: Ómur frá Kvistum IS2003181962  M: Perla frá Útverkum IS1993287828
Ræktandi: Sigríður Elka Guðmundsdóttir og Jóhann Garðar Jóhannesson
Eig.: Hestaborg ehf
 
1.-2.  Ögri frá Lýtingsstöðum IS2009181779, rauður.
F: Ómur frá Kvistum IS2003181962  M: Brenna frá Varmadal IS1998286289
Ræk./Eig.: Helgi Bjarni Óskarsson, Hellu.
 
3.  Hazar frá Lágafelli IS2009180360, rauðtvístjörnóttur, glófextur.
F: Hágangur frá Narfastöðum IS1997158469 M: Hrund frá Gíslholti IS1991286895
Rækt./Eig.: Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, Lágafelli.
 Meðfylgjandi eru myndir af efstu folunum en tveir hálfbræður urðu efstir og hnífjafnir í eldri flokknum.
 
Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja.