mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fallegar sýningar í forkeppni

9. febrúar 2012 kl. 21:34

Artemisia og Korgur

Fallegar sýningar í forkeppni

Forkeppni gæðingafimi Meistaradeildar er lokið. Sýningarnar voru jafn ólíkar og þær voru margar, sem gerði keppnina afar skemmtilega áhorfs.

Hæstu einkunn hlaut sigurvegari síðasta fimmtudags, Artemisia Bertus sem keppir fyrir Hrímni. Hún sat stóðhestinn Korg frá Ingólfshvoli sem var þjáll, mjúkur og sýningin fumlaus og fallega riðin hjá Artemisu sem er heldur betur að stimpla sig inn á meðal færustu knapa landsins.

Liðsmaður Ganghesta/Málningar, Sara Ástþórsdóttir átti “brekkuna” með stórskemmtilegri sýningu á Dívunni sinni frá Álfhólum, undir dansandi stuðtónlist uppskar hún fögnuð áhorfenda þegar hún beitti sérkenni sínu; yfirferðartölt með engu taumsambandi. Hún er sem stendur í 2. sæti og á eflaust eftir að gera veglega atlögu að Artemisiu og Korg í úrslitum með tölttöfrum og sýningargleði.

Þriðji er svo Lýsismaðurinn Sigurður Sigurðarson sem sýndi Loka frá Selfossi fumlaust.

Með settlegri sýningu skaut Þorvaldur Árni Þorvaldsson sér svo í fjórða sætið á Segli frá Flugumýri II. Hann keppir fyrir Top Reitier/Ármót.

Fimmti er liðsfélagi Þorvaldar og titilverjandinn, Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey og munu því stíga fyrst á völl eftir hlé.

Úrslit úr forkeppni

 1. Artemisia Bertus    Hrímnir    Korgur frá Ingólfshvoli 7,47
 2. Sara Ástþórsdóttir    Ganghestar / Málning    Díva frá Álfhólum 7,37
 3. Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Loki frá Selfossi 7,07
 4. Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter / Ármót    Segull frá Flugumýri II 6,87
 5. Jakob Svavar Sigurðsson    Top Reiter / Ármót    Árborg frá Miðey 6,83
 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir    Ganghestar / Málning    Þórir frá Hólum 6,63
 7. Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Jarl frá Mið-Fossum 6,73
 8. Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter / Ármót    Hrímnir frá Ósi 6,63
 9. Eyvindur Mandal Hreggviðsson    Auðsholtshjáleiga    Hersveinn frá Lækjarbotnum 6,37
 10. Lena Zielinski    Auðsholtshjáleiga    Njála frá Velli II 6,30
 11. Viðar Ingólfsson    Hrímnir    Segull frá Mið-Fossum 6,17
 12. Ólafur Ásgeirsson    Spónn.is    Hugleikur frá Galtanesi 6,10
 13. Hinrik Bragason    Árbakki / Norður-Götur    Hængur frá Hæl 6,07
 14. Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Norður-Götur    Sveigur frá Varmadal 5,90
 15. Sigurður Vignir Matthíasson    Ganghestar / Málning    Sóllilja frá Álfhólum 5,83
 16. Ævar Örn Guðjónsson    Spónn.is    Bergþór frá Feti 5,83
 17. Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Þóra-Dís frá Auðsholtshjáleigu 5,73
 18. Teitur Árnason    Árbakki / Norður-Götur    Glaumur frá Vindási 5,57
 19. Eyjólfur Þorsteinsson    Lýsi    Stígur frá Halldórsstöðum 5,50
 20. Sigursteinn Sumarliðason    Spónn.is    Geisli frá Svanavatni 5,03
 21. John Kristinn Sigurjónsson    Hrímnir    Þrumufleygur frá Álfhólum 5,00