miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fallegar hraðabreytingar fara fram af mýkt

23. maí 2012 kl. 14:59

Fallegar hraðabreytingar fara fram af mýkt

„Mér finnst æfingin að ríða af feti yfir í hægt tölt vera fyrsti áfangi í bæði þjálfun hægs tölts og hraðabreytinga, vegna þess að sömu ábendingar eru notaðar. Eins er æfingin þegar hægt er af tölti niður á fet, fyrsta skref í að kenna góða niðurhægingu á tölti. Ég tel að lykillinn að góðri niðurhægingu sé að hvetja hestinn inn í hægara tölt er hann er hægður niður. Þá notar hesturinn afturhlutann til þess að hægja á sér en ekki framfætur. Seinna er ég fer að þjálfa sjálfar hraðabreytingarnar á tölti, notast ég við lítinn hraðamun og stuttar uppkeyrslur. Ég hef sjálfur einhvern tíma gert þau mistök að þjálfa hraðabreytingar mikið á fullum afköstum en geri það ekki lengur. 

Svona nálgast ég verkefnið skref fyrir skref, án þess að spenna nái að mótast. Að mínu mati fara fallegar hraðabreytingar fram af mýkt. Hraðabreytingar á tölti eru tæknilegt atriði í reiðmennsku,“ segir Jakob Svavar Sigurðsson meðal annars í 3. tbl. Eiðfaxa þar sem hann segir lesendum frá því hvernig hann vill haga meðhöndlun og vetrarþjálfun hrossa með hreyfingafegurð og hámarksafköst að markmiði. Í þriðju þjálfunargrein sinni fer hann yfir það hvernig hann kýs að haga þjálfun síðustu vikurnar fyrir sýningu eða keppni.
 
 
Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast þriðja tölublaðið  í vefútgáfunni hér.
 
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
 
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.