miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Falleg hryssa með virkjamikla framgöngu

15. janúar 2017 kl. 14:46

Þota frá Prestsbæ

7 vetra og eldri hryssur.

Flokkur sjö vetra og eldri hryssna var stærsti flokkur í ár en alls voru sýndar 294 hryssur. Efsta hryssan í þessum flokki í ár og einnig á Landsmóti varð Þota frá Prestsbæ, undan Orra frá Þúfu og Þoku frá Hólum. Hún lék því eftir árangur alsystur sinnar, Þóru frá Prestsbæ, sem varð efst í þessum flokki á Landsmóti 2011 á Vindheimamelum og einnig móður sinnar sem stóð efst á Landsmóti 2002. Umsögn um Þotu hljóðar svo; „Þota er afar falleg og fínleg hryssa í byggingu og þá sópar að henni í reið með mikla skreflengd á öllum gangi og virkjamikla framgöngu.“ Næst á eftir henni er Nípa frá Meðalfelli en Nípa var eina hryssan í ár 2016 eiðfaxi.is 65 Ræktun Gísli Gíslason og Kolskeggur frá Kjarnholtum sem hlaut yfir 9,0 fyrir hæfileika en hún fékk 9,05 á sýningunni í Spretti í vor. Þriðja hryssan í röðinni er svo Hnit frá Koltursey en Hnit er undan Stála frá Kjarri og Kjarnorku frá Sauðárkróki.

AE       Nafn    Faðir   Móðir

8.81    Þota Prestsbæ           Orri Þúfu í Landeyjum         Þoka Hólum

8.70    Nípa Meðalfelli          Orri Þúfu í Landeyjum         Esja Meðalfelli

8.64    Hnit Koltursey           Stáli Kjarri      Kjarnorka Sauðárkróki

8.61    Náttfríður Kjartansstöðum Sædynur Múla           Sál Kjartansstöðum

8.56    Undrun frá Velli        Klettur Hvammi        Unnur Velli II

8.52    Katla Ketilsstöðum    Gaumur Auðsholtshjáleigu   Ljónslöpp Ketilsstöðum

8.51    Erla Skák        Álfur Selfossi  Nína Búlandi

8.48    Edda Egilsstaðabæ    Gaumur Auðsholtshjáleigu   Yrja Skálmholti

8.48    Garún Eystra-Fróðholti         Stáli Kjarri      Glíma Bakkakoti        

8.47    Fura Fákshólum        Glotti Sveinatungu    Djásn Ytra-Skörðugili           

8.47    Ósk frá Langholti II   Lykill Langholti II      Fjóður Langholti II