sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákur undirbýr Reykjavíkurmót

19. apríl 2011 kl. 14:31

Frá verðlaunaafhendingu á Reykjavíkurmóti Fáks.

Eitt stærsta hestamót ársins

Fákur í Reykjavík undirbýr nú eitt stærsta hestamót ársins, Reykjavíkurmótið í hestaíþróttum. Mótið er opið fyrir alla sem eru í hestamannafélögum innan LH. Keppt er í öllum hefðbundnum greinum hestaíþrótta, í öllum aldursflokkum og í þremur styrkleikaflokkum fullorðinna.

Á milli 600 til 700 skráningar hafa verið á Reykjavíkurmeistaramótum síðastliðin ár. Að þessu sinni mun mótið standa í fimm daga, frá 4. til 8. maí. Dagskráin hefst þó ekki fyrr en seinni part dags virku dagana.

Skráningargjöld eru ívið hærri en áður. Nú kostar 5000 þúsund krónur að skrá í hverja grein fyrir fullorðna og ungmenni, en 3500 krónur fyrir börn. Skuldlausir Fáksfélagar fá hins vegar 1000 krónur í afslátt á hverja grein.

Skráning fer fram 25. - 26. apríl á fakur@fakur.is og í síma 567-0100 þann 26.apríl milli kl.13:00-20:00.. Einnig á skrifstofu Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal.

Gefa þarf upp eftirfarandi upplýsingar í skráningu:
Kennitala, nafn og símanúmer knapa, 
IS númer hests
, Keppnisgrein og -flokkur, 
Upp á hvora hönd skal riðið, 
Kortanúmer.


Keppnisgreinar:

Tölt (T1)
Slaktaumatölt
Fjórgangur
Fimmgangur

100 m flugskeið
Gæðingaskeið
150 m skeið
250 m skeið

Keppnisflokkar:
Börn
Unglingar
Ungmenni
2.flokkur
Opinn flokkur
Meistaraflokkur