laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákur skráir í atriði fyrir Æskan & hesturinn og á námskeið

27. janúar 2010 kl. 09:44

Fákur skráir í atriði fyrir Æskan & hesturinn og á námskeið

Á föstudaginn kemur, 29.janúar, verður skráning milli kl. 18 og 19 í Reiðhöllinni í Víðidal fyrir þá Fákskrakka og unglinga sem hafa áhuga á að taka þátt í hinni árlegu fjölskyldusýningu Æskan & hesturinn. Það verður skráð í 10-12 ára atriði og í 13 ára og eldri atriði. Endilega látið sjá ykkur í höllinni og við tökum niður nöfnin ykkar.

Einnig skráum við á almennt reiðnámskeið sem hefst sunnudaginn 14.febrúar. Fyrirhugað er að kennt verði á sunnudögum og námskeiðin verða með svipuðu sniði og síðustu ár. Tíu skipti, nemendum skipt eftir getu og aldri. Verðið verður það sama og í fyrra, 16 þúsund. Fákur tekur við Frístundakorti ÍTR.

Með góðri kveðjur,

Æskulýðsdeild Fáks.