fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fákur hlýtur æskulýðsbikar

17. október 2014 kl. 14:09

Ásta Friðrika Björnsdóttur tók við æskulýðsbikarnum fyrir hönd Fáks. Mynd/Fákur

Ötullega unnið að nýliðun í hestamannafélögum.

Hestamannafélaginu Fáki var afhent æskulýðsbikar LH á Landsþinginu í þessu. Í máli Helgu B. Helgadóttur formanns æskulýðsnefndar að hestamannfélagið hafi unni ötullega að nýliðun í félaginu með því að bjóða upp á kennslu í knapamerkjum með lánshestum, verið í samstarfi við grunnskólana í grennd, boðið upp á hestaklúbb og riddaranámskeið svo eitthvað sé nefnt.

Alls bárust 22 skýrslur æskulýðsnefndinni að þessu sinni, ívið færri en fyrri ár en Helga sagði greinilega hafi verið vandað til verka í hvert sinni og minnti á mikilvægi æskulýðsstarfs hestamannafélaganna.