fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fáksmenn höluðu inn stigum í Mánahöll

26. febrúar 2011 kl. 20:01

Fáksmenn höluðu inn stigum í Mánahöll

Annað mót Bikarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu fór fram í Mánahöllinni í gær. Keppt var í tölti og hlutu Fáksmenn þrjú af fimm efstu sætum keppninnar og kippti því Fáki upp í annað sæti í stigakeppni milli hestamannafélaganna.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi

Tölt

1. John Kristinn Sigurjónsson og íkon frá Hákoti 7,30 Fáki
2. Sara Sigurbjörnsdóttir og Jarl frá Miðfossum 7,10 Fáki
3. Snorri Dal og Helgi frá Stafholti 7,0 Sörla
4. Agnes Hekla Árnadóttir og Vignir frá Selfossi 6,80 Fáki
5. Grettir B. Guðmundsson og Drífandi frá Búðardal 6,50 Herði

Stuðningsmannalið

Sörli 3 stig
Hörður 2 stig
Fákur 1 stig

Staða í stigakeppni er eftirfarandi:

Liðakeppni

Sörli  35 stig
Fákur 29 stig           
Hörður 26 stig
Máni 16 stig
Andvari 7 stig
Gustur 6 stig

Stuðningsmannalið

Sörli 6 stig
Hörður 4 stig
Fákur 2 stig

Einnig var keppt í stjórnartölti, þar sem einn stjórnarmaður úr hverju hestamannafélagi öttu kappi.

Úrslit úr stjórnartölti urðu svo:

1.-2. Sigurður Ólafsson og Jesper frá Leirulæk— Hörður – 6
1.-2. Björn Viðar Ellertsson og Valsi frá Skarði—Máni – 6
3. Geirþrúður Geirsdóttir og Ernir frá Blesastöðum—Andvari – 5,9
4. Valka Jónsdóttir  og Svaki frá Auðsholtshjáleigu—Sörli – 5,7
5. Þorvarður Helgason—Fákur – 5,4
6. Hermann Vilmundarson og Snæfríður frá Skeiðháholti—Gustur – 4,2