sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fáksfréttir - Fánahlaup, vetrarleikar og sýnikennsla með Mette

18. febrúar 2010 kl. 15:13

Fáksfréttir - Fánahlaup, vetrarleikar og sýnikennsla með Mette

Fánahlaup ungmennafélags Fáks verður nk. föstudagskvöld og hefst í Reiðhöllinni kl. 20:30 – frítt inn. Fánahlaupið fer þannig fram að það keppa 3 saman í liði og eru tvö lið í brautinni í einu. Þetta er einhverskonar boðhlaup og það lið sem er fljótast sigrar.

Allir geta skráð sig - um að gera að taka þátt í skemmtilegri keppni. Skrá þar í tölvupósti á anitaolre@kvenno.is eða á hilduryras@kvenno.is

------

Vetrarmót á laugardaginn


Fyrra vetrarmót Fáks verður á laugardaginn og hefst það kl. 13:30. Skráning í félagsheimili Fáks frá kl. 12:30 – 13:00 (1.000 kr. fyrir ungmenni og eldri flokka – frítt fyrir unglinga og yngri).

Dagskrá:

Pollaflokkur, bæði  þeir sem ríða sjálfir og þeir sem teymt er undir (allir verðlaunaðir) á Brekkuvelli

Börn
Unglingar
Ungmenni
Konur II
Konur I
Karlar II
Karlar I
---------------

Sýnikennsla með Mette Mannseth


Fræðslunefnd Fáks minnir á sýnikennslu með Mette Manseth, laugardaginn 20.febrúar 2010, í Reiðhöllinni í Víðidal kl. 17:00 

Áhersla sýnikennslunnar mun vera á þjálfun reið- og keppnishesta, þar sem sýnd verða mikilvægi vinnubragða við hendi og á baki. Komið, sjáið og fræðist um gagnleg atriði í þjálfun hesta frá einum fremsta reiðkennara landsins.

Miðaverð aðeins 1.000 kr fyrir fullorðna, 15.-18.ára greiða 500 kr og frítt fyrir börn 14. ára og yngri. Allir velkomnir.